top of page

Hvernig þetta allt byrjaði:

 

Hugmyndin að þessum félagsskap kviknaði fyrst á vinnusmiðju sem haldin var í september 2017 með Anders Fredholm leirlistamanni og kennara frá Svíþjóð. Námskeiðið fór fram á vinnustofu Ingibjargar Klemenz að Hellugljúfri í Ölfusi. Byggður var viðarbrennslu rakúofn úr vikursteinum og Rakubrennt í honum. Einnig voru ýmsar aðrar frumstæðar brennslur prófaðar. Níu leirlistamenn tóku þátt í námskeiðinu, konur víðsvegar af landinu. Skemmtileg stemning myndaðist, ævarandi vinabönd urðu til og facebook var notuð til að tengjast brennsluhóp í Svíþjóð sem Anders er í forsvari fyrir. 

Meðan á vinnusmiðjunni stóð var tekin upp heimildarmyndin "Frá mótun til muna" sem lýsir byggingu ofnsins og þeim brennsluaðferðum sem prófaðar voru.

IMG_5281edit.jpg
bottom of page