top of page

Þetta gerðist á árinu 2020

Janúar: félagar hvíldu sig og jöfnuðu sig á jólunum.

 

Febrúar: Á aðalfundi félagsins 29. Feb. kom fram að verkefnið “Frá mótun til muna – flökkusýning í Norska húsinu hlaut styrk upp á 150.000 kr. Árgjald var hækkað í 10.000 kr.

Ákveðið var að fara í vefsíðugerð og er Katrín verkefnastjóri í því.

Fimm manna tríó var stofnað til að undirbúa, skipuleggja og búa til reglur fyrir gjörninga framtíðarinnar. Einnig var stofnað fjögurra manna tríó til að undirbúa vinnubúðirnar á Nýp á Skarðsströnd árið 2021

 

Mars: Ingibjörg og Katrín lögðu fyrstu skrefin í átt að heimasíðunni. Hún er í vinnslu.

Bjarnheiður gekk úr félaginu en verður okkur innan handar áfram og brennslustjóri á Nýp

Apríl: Sýningunni í Norska húsinu var frestað  vegna Covid 19 farsóttarinnar. Stefnt er að því að setja hana upp um miðjan maí en halda opnunarhátíð í júní eða þegar grænt ljós kemur frá yfirvöldum um fjöldasamkomur.

Nýr félagi, Hafdís Brands, bættist í hópinn.

Nokkrir félagar fóru í fjörur Eyrabakka til að brenna og um tíma logaði þar í sjö tunnum.  

Maí Katrín og Steinunn fóru og settu upp sýninguna í Norska húsinu þann 27. maí. Opnunin var 30. maí og var vel mætt.

Júní

Brennuvargar hittust hjá Ingibjörgu í Hveragerði 12. júní til að semja vinnureglur fyrir gjörningana og að leira saman skeljar fyrir brennslugjörning á Skeljahátíð í Stykkishólmi sem við verðum með í júlí.  Nokkrir félagar mættu svo 20 júní á Selfoss í garðinn hjá Ólöfu til að brenna í tunnum. 

Humarhátíðinni á Höfn var frestað svo enginn gjörningur fór þar fram. Það verður vonandi á næsta ári.

Nokkrir félagar tóku þátt í Hveraportinu nokkrar helgar í júní. Hveraportið er nýr markaður í Hveragerði. Það hefði alveg mátt ganga betur. 

 

Júlí  

7. júlí hittust nokkrir félagar á Selfossi hjá Ólöfu til að brenna í tunnum. Veðrið var með eindæmum gott.

21. júlí var brennt í tunnum, hlöðnum holuofni og pottofni í Hveragarðinum í Hveragerði. Það var síðasta brennslan fyrir Brennslugjörning á Skeljadögum í Stykkishólmi sem fór fram 25. júlí. Sá gjörningur gekk vel þrátt fyrir kuldalegt veður. Í leiðinni vorum við með fjáröflun fyrir félagið og seldum skeljar sem við unnum sérstaklega fyrir þennan gjörning.

26. júlí var sýningin í Norska húsinu tekin niður og höfðu 412 manns skrifað í gestabókina. Alveg má gera ráð fyrir álíka fjölda sem ekki skrifaði. 

Ágúst

Blómadögum í Hveragerði var frestað svo ekkert varð af Brennslugjörningi okkar þar í þetta sinn en vonandi tekst það á næsta ári.

Farandsýningin "Frá mótun til muna" var sett upp í Gallerý Grásteini á Skólavörðustíg. Hún stóð yfir frá 7. ágúst - 30. ágúst. Blaðamaður frá Mogganum kom og tók viðtal við Steinunni og birti veglega grein um sýninguna. Um 200 gestir skrifuðu í gestabókina. 

September

Arnbjörg Drífa Káradóttir gekk í félagið.

Þar sem ekki var hægt að hafa alla viðburðina sem við fengum styrk fyrir var hann framlengdur um ár og vonandi verður hægt að vera með viðburði árið 2021. Áfangaskýrslu fyrir sýninguna í Gallerý Grásteini var skilað og fengum við greitt af styrkinum fyrir kostnaði við hana. 

www.wix.com sem heldur utan um heimasíðu Brennuvarga bauð upp á 50% afslátt af uppfærslu. Ákveðið var að taka því tilboði og með því er hægt að gera heimasíðuna enn flottari og nota alls konar fítusa sem ekki var hægt með ókeypis uppfærslunni eins og að búa til flott vefföng. Nýja veffangið okkar er brennuvargar.com. Við erum orðin vel sýnileg í netheimum með síðu á facebook, instagram og svo þessa heimasíðu.

Hið fjögurra manna Nýpstríó funduðu með staðarhöldum á Nýp og ákveðið var að vinnustofan verði 3.-6. júní 2021 og sýningin í framhaldi af því og muni standa til 20. júní.

Október

Brennuvargar höfðu það bara náðugt og slöppuðu af heima hjá sér.

Nóvember

Nýpstríóið útbjó umsókn um styrk til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir verkefnið að Nýp dagana 3 - 6 júní. Sýningin verður þáttur í Menningardagskránni þar 2021. Einnig bauðst okkur tækifæri til að sýna afraksturinn frá Nýp í Vínlandsetrinu Leifsbúð í Búðardal næsta sumar og þáðum við það. Allir 10 félagar Brennuvarga boðuðu þátttöku sína í verkefninu að Nýp.

Desember

Brennuvargar undirbjuggu jólin hver fyrir sig í faðmi fjölskyldna sinna og átu og drukku góðan mat. 

Viðburðir á árinu 2020.

11. apríl kl 14:00 átti að opna flökkusýningin "Frá mótun til muna"  í Norska húsinu í Stykkishólmi. Vegna Covid frestaðist hún til 27. maí.

27. júní verður brennslugjörningur á Humarhátið í Höfn í Hornafirði. Frestað um óákveðinn tíma vegna Covid.

25. júlí er var framkvæmdur brennslugjörningur í tengslum við sýninguna í Norska húsinu í Stykkishólmi. 

7. ágúst kl. 17:00 opnaði flökkusýningin "Frá mótun til muna" í Gallerí Grásteini á Skólavörðustíg í Reykjavík. Hún stóð til 27. ágúst. 

15. ágúst verður brennslugjörningur á Blómstrandi dögum í Hveragerði. Frestað vegna Covid

IMG_7680edit_edited.jpg

Nærmynd af tunnubrenndum hlut

bottom of page