top of page

Félagaskrá Brennuvarga > 

Þórdís Sigfúsdóttir

  • Facebook
  • Instagram

Þórdís stundaði nám við keramíkdeild Listaakademíunnar í Árósum í Danmörku 2010-13 og fékk rannsóknarstöðu við keramikdeildina 2013-14. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum bæði hér á landi og í Danmörku. Þórdís átti verk á sýningunni Keramík í Listasafni Árnesinga, sem sett var upp í tilefni 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands árið 2016. Þórdís rekur eigið keramíkverkstæði ásamt litlu galleríi að Dalbrekku 32 í Kópavogi.

Thordis Sigfusdottir
Þórdís Sigfúsdóttir
Steinunn Aldís Helgadóttir

Þeir sem hafa þekkingu og reynslu í brennslu keramiks með lifandi eldi og hafa lokið háskólanámi eða sambærilegri menntun í keramiki, geta sótt um félagsaðild með framvísun gagna því til sönnunar. 

Steinunn Aldís Helgadóttir

Steinunn Aldís lauk námi frá keramikdeild KV Stokkhólms háskóla og listnámsbraut Levande verkstad við Åstagårdens Folkhögska í Stokkhólmi, þar sem hún bjó um árabil. Hún hefur sýnt verk sín á Svarta katten í Stokkhólmi, Gullkistunni Laugavatni, Grósku í Garðabæ og Handverk og Hönnun í Reykjavík. Steinunn Aldís flutti til Hveragerðis árið 2015 og rekur nú vinnustofu í Listhúsinu Egilsstaðir í Hveragerði ásamt félögum sínum í Handverk og Hugvit undir Hamri.

IMG_3670asquare.jpg
Ólöf Sæmundsdóttir

Ólöf Sæmundsdóttir

  • Facebook
  • Instagram

Ólöf sótti ýmis myndlistarnámskeið í glerlist, teiknun, olíumálun og málmhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði samhliða námi á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti þaðan sem hún lauk stúdentsprófi árið 2007. Hún lauk diplómanámi í mótun frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2010 og hefur síðan sótt fleiri myndlistarnámskeið í glervinnslu, keramik og módelteiknun. Hún hefur haldið fjórar einkasýningar á árunum 2004-2008 og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Ólöf er einn listamannanna sjö sem reka listarýmið Stígur í Reykjavík og er meðlimur í Leirlistafélagi Íslands.

olofkalledit.jpg
Katrín V. Karlsdóttir

Katrín V. Karlsdóttir

  • Facebook
  • Instagram

Katrín lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1988 og Listaháskóla Íslands árið 2001, en var líka gestanemandi við Keramik-stúdíóið í Kecskemét í Ungverjalandi árið 1999. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á landi og átti verk á sýningunni Keramik í Listasafni Árnesinga, sem sett var upp í tilefni 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands árið 2016. Katrín er félagi í SÍM og Leirlistafélaginu. Katrín er ein af eigendum Kaolin Keramik Gallerí í Reykjavík og rekur líka eigið verkstæði, Kvalka Keramik Studio.

IMG_7783editsquare.jpg
Ingibjörg Klemenz

Ingibjörg Klemenz

Ingibjörg stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur árin 1993-95 og Myndlistaskóla Kópavogs 1994-95. Hún hóf nám í leirlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996, var gestanemandi við Keramik-stúdíóið í Kecskemét í Ungverjalandi 1999 og lauk BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000. Ingibjörg hefur tekið þátt í samsýningu á Spáni og fjölmörgum samsýningum hér á landi og átti verk á sýningunni Keramik í Listasafni Árnesinga, sem sett var upp í tilefni 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands árið 2016. Hún er meðlimur í SÍM, og Leirlistafélaginu. Ingibjörg rekur keramikverkstæði í Hveragerði.

ingakonur.jpg
Hrönn Waltersdóttir

Hrönn Waltersdóttir

  • Facebook

Hrönn nam við lista-, hönnunar- og handverksbraut Iðnskólans í Hafnarfirði 2009-11, lauk diplóma-námi í leirlist frá Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2013 og BA-gráðu í

samtíða listiðn frá Háskólanum í Cumbria í Bretlandi árið 2014. Ári síðar sótti hún námskeið í master- og gifsmótagerð í Myndlistaskóla Reykjavíkur hjá Jens Pfotenhauer. Stundar nú listkennslunám við Listaháskóla Íslands. Hrönn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér á

landi og í Englandi. Hún átti verk á sýningunni Keramik í Listasafni Árnesinga, sem sett var upp í tilefni 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands árið 2016. Hrönn rekur keramikverkstæði í Hveragerði og er meðlimur í Leirlistafélagi Íslands.

IMG_5527edit.JPG
Guðbjörg Björnsdóttir

Guðbjörg Björnsdóttir

  • Instagram

Guðbjörg lauk námi frá myndmenntadeild Kennaraháskóla Íslands árið 1991 og diploma-námi í leirlist við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2015. Hún fékk Erasmus-styrk til starfsnáms í postulínsverksmiðjunni Wagner & Apel í Þýskalandi sumarið 2017. Guðbjörg hefur haldið tvær einkasýningar í Leifsbúð í Búðardal, 2011 og 2016 og á verk á samsýningu sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Guðbjörg starfar sem sérkennari við Lindaskóla og myndlistarkennari við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún er félagi í FÍMK, félagi íslenskra myndlistarkennara. Guðbjörg rekur leirvinnustofu í Íshúsinu í Hafnafirði.

IMG_20180810_161415asquare.jpg
Hafdís Brands

Hafdís Brands

  • Facebook
  • Instagram

Hafdís lauk námi frá Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1990, Robert Gordon University, Aberdeen, Scotland 2003 og Glasgow School of Art 2007. Hún hefur haldið einkasýningar og  tekið þátt í mörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hafdís rekur vinnustofu á Korpúlfsstöðum og er þátttakandi í galleríi Korpúlfsstaða og Art 67 á Laugarvegi í Reykjavík. Hún er meðlimur í Leirlistafélagi Íslands. 

IMG_5518edit.JPG
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir

Hólmfríður Vidalin Arngrímsdóttir

  • Facebook
  • Instagram

Hólmfríður nam við keramikdeild Listaakademíunnar í Árósum í Danmörku á árunum 2009-2012. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Danmörku og á Íslandi í Reykjavík, á Akureyri og Dalvík. Hún átti verk á sýningunni Keramik í Listasafni Árnesinga, sem sett var upp í tilefni 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands árið 2016 og er félagi í SÍM og leirlistafélaginu. Hólmfríður rekur keramikverkstæði í Ólafsfirði þar sem hún er búsett og tók einnig um tíma þátt í rekstri gallerísins Kaolin í Reykjavík.

IMG_5520edir.JPG
Daði Harðarson

Daði Harðarson

  • Facebook

artist statement

Ferilskrá

IMG_20180719_144617asquare.jpg
Arnbjörg Drífa Káradóttir

Arnbjörg Drífa Káradóttir

  • Facebook
  • Instagram

Arnbjörg Drífa Káradóttir er keramik hönnuður menntuð frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Drífa var í starfsnámi í Kaupmannahöfn hjá Christian Bruun 2016 - 2017, en Christian er einn af virtustu keramikerum Danmerkur og á sér fáa jafnoka við rennibekkinn. Drífa hefur auk þess sótt fjölda nám­skeiða hjá virtum keramik hönnuðum. Drífa á og rekur eigin vinnustofu í Reykjanesbæ, þar sem hún leggur m.a. áherslu á rennslu bæði með postulín og steinleir. Drífa er einnig menntaður kennari og hefur sameinað keramik og kennslu, sem kennari hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og með námskeiðshaldi á vinnustofu sinni. Drífa hefur haldið einka- og samsýningar á Íslandi og í Danmörku.

IMG_20200912_121132.jpg
Inngönguskilyrði
bottom of page