top of page

Þetta gerðist árið 2018

Janúar - febrúar:  Unnið að heimildarmyndinni sem tekin var upp á vinnusmiðju með Anders Fredholm árið áður. Hún tekur 45 mín í sýningu. Atli Rúnar almannatengill sá um viðtölin, Jón Atli hjá Rec Studio klippti og hljóðsetti og Steinunnn Aldís var verkefnastjóri.

 

Júní:  Viðabrennslu rakúofninn var endurbyggður eftir veturinn og brennt af krafti í honum og öðrum gasofnum hjá Ingu í Hellugljúfri í Ölfusi og víðar vegna þess að við höfðum fengið boð frá Listasafni Árnesinga um að setja upp sýningu á verkum brenndum með lifandi eldi og frumsýna heimildarmyndina í leiðinni.

 

Ágúst: Fyrsta listsýning Brennuvarga - Frá mótun til muna - var opnuð ásamt frumsýningu á heimildarmyndinni þann 17. ágúst í Listasafni Árnesinga Hveragerði. Inga Jónsdóttir var sýningarstjóri. Að því tilefni gaf Listasafn Árnesinga einnig út vegleg sýningarskrá.

September - október: Boðið var upp á leiðsögn um sýninguna í Listasafni Árnesinga í þrígang á tímabilinu og voru það Guðbjörg, Hrönn, Þórdís og Steinunn sem sáu um það.

Nóvember: Fundur var haldinn hjá Brennuvörgum 28. nóvember hjá Steinunni að Lækjarbrún í Hveragerði. Þar sem sýningin í Listasafni Árnesinga tókst vel og var vel sótt langaði okkur að halda áfram með hana.  Því var ákveðið að gera hana að farandsýningu og bjóða söfnum á landinu að setja hana upp og sýna heimildarmyndina í leiðinni. Tríóin þrjú voru stofnuð til að koma hlutunum í framkvæmd.

Í sýningartríói eru Guðbjörg, Hólmfríður og Steinunn. í kynningartríói Hrönn, Ingibjörg og Þórdís og

í fjármálatríói Katrín, Bjarnheiður og Ólöf. 

Desember: Fyrsta skref farand-  sýningarinnar var í Lindarskóla í Kópavogi. Þar var settur upp hluti af sýningunni og  heimildarmyndin sýnd á menningardögum skólans. Guðbjörg starfandi kennari í skólanum sá um allt utanumhald og var sýningarstjóri.

Járnpottsbrennsla

Iron Pot Firing.jpg

Efniviður í holubrennslu

Organic materials.jpg
bottom of page