top of page

Lög Brennuvarga

 

1. gr. Félagið heitir Brennuvargar og er félag keramikera sem brenna með lifandi eldi.

 

2. gr.  Tilgangur félagsins er að gera tilraunir með brennslu aðferðir í lifandi eldi og standa að sýningum, brennslugjörningum, vinnustofum, kynningum og útgáfu. 

 

3. gr. Þeir sem hafa þekkingu og reynslu í brennslu keramiks með lifandi eldi og hafa lokið háskólanámi eða sambærilegri menntun í keramiki, geta sótt um félagsaðild með framvísun gagna því til sönnunar. 

 

4. gr. Vísa má félagsmanni úr félaginu sem ekki greiðir árgjald í tvö ár eða brýtur gegn gildum félagsins á einhvern hátt.

 

5. gr. Starfstímabil félagsins er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. 

 

6. gr. Aðalfund skal halda fyrir 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.  Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál

 

7. gr. Stjórn félagsins skal vera skipuð formanni, ritara og gjaldkera, auk þriggja varamanna sem kjörnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. 

 

8. gr. Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega. 

 

9. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til áframhaldandi kynningar og starfsemi tengt brennslum með lifandi eldi.  Hagnaður gengur eingöngu til þessara verkefna, en ekki til einstakra félagsmanna eða hópa félagsmanna í öðrum tilgangi.

 

10. gr. Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.   

 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi þann 11.03.2022.

bottom of page