top of page

Þetta gerðist á árinu 2021

Janúar:

Fengum úthlutaðan styrk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi upp á 250.000 kr. fyrir verkefnið okkar á Nýp. 

 

Febrúar:

Aðalfundur var haldin þann 17. feb. hjá Þórdísi í Kópavogi. Drífa tók við formennsku af Steinunni. Rædd var hugmynd frá Hafdísi um stóran gjörning fyrir árið 2022 eða 2023 þar sem byggður yrði logandi skúlptúr á bryggjunni á Eyrarbakka. Skipað var 6 manna tríó sem ætlar að hittast í ágúst og  leggja drög fyrir þennan viðburð.

 

Mars: 

Allir ósköp rólegir.

Apríl:

18. apríl var farin vettvangsferð í Vínlandssetrið í Búðardal þar sem Bjarnheiður setursstýra sýndi okkur og sagði frá sýningunni um landafundina. Einnig skoðuðum við aðstöðuna fyrir sýninguna okkar sem verður í gluggum Vínlandssetursins og því hægt að skoða hana bæði utan frá og innan. Ákveðið var að gera sýninguna að minningar sýningu um Guðríði Þorbjarnardóttur mesta ferðalang miðalda. Kynningatríóið bjó til kynningarefni, bæklinga og plaköt fyrir Dalaverkefnið, Nýp og Leifsbúð.

Maí 

Fundið var nafn á sýninguna okkar á Nýp og í Leifsbúð "Vits er þörf þeim er víða ratar" 

Sýningarskráin er tilbúin til prentunar og er hún vegleg með texta og myndum í þríbroti.

Skemmtilegt var að í öllum þessum undirbúningi fyrir sýningu til minningar um Guðríði Þorbjarnardóttur sýndi RÚV heimildarmyndina Guðríður hin víðförla.

Slökkviliðstjóri Dalabyggðar lýsti yfir hættuástandi vegna gróðurelda og þá er ekki í boði að kveikja neinn eld, úti eða inni. Brennuvargar stígu því regndansinn og fljótlega fór að rigna.

Júní

Keyptir voru gaskútar fyrir brennsluna á Nýp og tóku KM flutningar að sér að flytja þá í Búðardal.

Á Facebook var búin til viðburður um sýninguna "Vits er þörf þeim er víða ratar" og voru allir duglegir að deila sem víðast.

Undirbúningur var á fullu hjá öllum brennuvörgum við að skaffa harðvið fyrir brennsluna, leggja lokahönd á verkin sem áttu að brenna, blanda glerunga ofl. ofl.

Brennslan fór fram í Eldofninum á Nýp  3. – 6. júní, Bjarnheiður var brennslustjóri og tókst brennslan glimrandi vel. Verkin sem úr ofninum komu var efniviðurinn á sýningunni sem sett var upp í kjölfarið. Hver Brennuvargur túlkaði söguna um Guðríði Víðförlu á sinn hátt. Sýningin stóð til 19. júní á Nýp og í framhaldinu í Leifsbúð í Búðardal frá 20. júní til 31. ágúst.

Fréttablaðið, Morgunblaðið og Landinn fjölluðu um Brennuvargana og sýninguna. Landinn var með fína umfjöllun og viðtöl við Katrínu og Guðbjörgu. 

Byrjað var að undirbúa Blómstrandi daga í Hveragerði sem áttu að vera í ágúst. Steinunn, Guðbjörg, Katrín og Ingibjörg hittust í Hveragerði til að búa til minjagripi í formi blóma og skordýra til að rakúbrenna á Blómstrandi dögum. 

Júlí  

Blómstrandi dögum í Hveragerði aflýst vegna Covid-19.

Ágúst

Ólöf, Guðbjörg, Steinunn, Hafdís, Katrín og Ingibjörg hittust 15. ágúst í Hveragerði til að brenna saman bæði raku og holubrennslur.

Guðbjörg og Steinunn fóru 31. ágúst og tóku niður sýninguna "Vits er þörf þeim er víða ratar" í Leifsbúð.

September / Október

Allir að hvíla sig eftir annasamt sumar og reyna að forðast að fá Covítið.

Nóvember

Katrín, Hrönn og Steinunn hittust 23. nóv. í Hveragerði til að brenna saman. 

Stjórn ætlaði að reyna að hóa Brennuvörgum saman til að hafa félagsfund. Ákveðinn var dagurinn 3. des.

Desember

Þegar til kom voru allir svo uppteknir að félagsfundi var frestað fram á nýja árið. 

Viðburðir á árinu 2021.

6. - 20. júní, sýning á Nýp á Skarðsströnd á afrakstri brennslu úr viðarbrennsluofninum þar frá vinnustofu var dagana 3. - 6. júní.

20. júní - 31. áúst. Sýningin frá Nýp færðist í gluggana á Vínlandssetrinu í Búðardal.

Ágúst. Brennslugjörningar á Blómstrandi dögum í Hveragerði aflýst vegna Covid.

IMG_6094 (3).JPG

Guðríður Þorbjarnardóttir hin Víðförla. 

bottom of page