top of page

Þetta gerðist, og er að gerast á árinu 2022

Janúar:

Stjórnin undirbýr Aðalfund. 

Febrúar:

Aðalfundur var boðaður þann 26. feb. en það þurfti að fresta honum vegna slæms veðurs. Ákveðið var samt að hafa netspjall þann 27. feb. til að ræða um eitt aðkallandi mál aðalfundarins, það er hvort betra sé að vera félagasamtök versus klúbbur eða vinahópur. Meirihluti var hlyntur því að vera félagasamtök. 

Mars: 

Framhalds aðalfundur var svo loksins haldinn þann 11. mars hjá Katrínu.  Daginn sem fundurinn var haldinn forfölluðust 5 félagar af 10 vegna veikinda. Niðurstaðan var að þeir veiku tóku þátt með fjarfundarbúnaði.

M.a. var farið yfir breytingatillögur á lögum félagsins og þær samþykktar. Hrönn tók við sem ritari af Guðbjörgu. Katrín bauð sig aftur fram sem ritari og Drífa sem formaður. Ákveðið var að þiggja boð Ólafar um að vera með sýningu í Gallerý Listaseli á Selfossi sem mun standa allan júní og undirbúningstríóið sagði frá undirbúningnum sem er langt kominn. Sýningin ber vinnuheitið "Úr loganum" 

Tríóið sem heldur utan um stóra brennsluskúlptúrs gjörninginn sem stefnt er að árið 2023 eða 2024 ætlar að spýta í lófana því svo stórt verkefni krefst mikils undirbúnings. 

Árgjaldið helst óbreytt 10.000 kr. 

Daði Harðarson gekk í félagið.

Apríl:

Maí 

Júní

 

Júlí  

Ágúst: 

Loksins tekst að framkvæma brennslugjörning á Blómstrandi dögum í Hveragerði. Þar verður sýnt bæði holubrennsla og raku.

September

Október

Nóvember

Desember

Viðburðir á árinu 2022.

3. - 30. júní, sýning í Gallerý Listaseli sem er staðsett í nýja miðbænum á Selfossi. 

14. - 15. Ágúst. Brennslugjörningar á Blómstrandi dögum í Hveragerði. 

IMG_3670asquare.jpg

Nærmynd af kopar flassi á flöskum

bottom of page